Grenndarnám Kríudeildar

Útistarfið hefur verið fjölbreytt þar sem þau eru að kynnast nærumhverfinu, grenndarnám, læra um náttúruna og tína upp rusl. Stundum er farið á fyrirfram ákveðinn stað þar sem við ætlum að kanna eitthvað ákveðið eða örnefni hans og hvar hann er. Þá hafa krakkarnir komið með hugmyndir um hvað þau vilja gera í útistarfinu. Í haust skoðuðum við gamalt bæjarstæði á Djúpavogi sem heitir Höskuldsstaðir, við fórum í fjöruferð og kveiktum eld (hugmynd frá börnunum), við höfum farið að renna á þoturössum og í einni ferðinni fundum við poll sem var í stærri kantinum og varð til þess að allir rennblotnuðu sem fóru að vaða en sú ferð varð ansi eftirminnileg hjá krökkunum. Það kom þeim svo heldur betur á óvart þegar við fórum upp á Bóndavörðu til að athuga hvort við sæjum sólina að pollurinn okkar stóri var horfinn. Við stefnum á það að tína upp rusl í næstu ferð en við sáum mikið af rusli á leiðinni og ákváðum að nú þyrfti að fara í ruslaferð.
Fréttamynd - Grenndarnám Kríudeildar Fréttamynd - Grenndarnám Kríudeildar Fréttamynd - Grenndarnám Kríudeildar Fréttamynd - Grenndarnám Kríudeildar Fréttamynd - Grenndarnám Kríudeildar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn