Cittaslow hugmyndafræðin er þróunarverkefni sem leikskólinn Bjarkatún og Djúpavogsskóli eru að innleiða í samstarfi við þrjá skóla í Orvieto á Ítalíu. Þróunarverkefnið byrjaði haustið 2016 og var til tveggja ára og fengu skólarnir styrk frá Sprotasjóði og Erasmus+ til að vinna að innleiðingunni. Áhersluatriði verkefnisins þessi tvö ár voru matarsóun og flokkun (zero waste), samskipti og heimildamynd. Heimsóknir voru milli skólanna og hafa bæði nemendur og kennarar farið til Orvieto og kynnt sér Cittaslow starf skólanna þar sem og kennarar og nemendur komið til okkar.

Hugmyndafræði Cittaslow fléttast inn í allt skólastarf Bjarkatúns þar sem unnið er með og út frá nærumhverfið/-inu, menningarverðmæti og gestrisni að leiðarljósi.  

Heimildamynd var gerð um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðina og var hún sýnd á RUV.