Síðasta hópastarf vetrarins

Í hópastarfi vetrarins hefur ýmislegt verið gert og unnið með fjölbreytt verkefni. Í Kubbastarfi er unnið með einingakubba þar sem þau byggja ýmist frjálst eða út frá samræðum sem eiga sér stað með hverjum hóp. Þá er tekið fyrir ákveðið efni eins og vegagerð og bílar, gamli tíminn eða framtíðin. Í Numicon er unnið með stærðfræði með numicon stærðfræðikubbum. Þau læra um tölur og talnagildi, leika með bjölluna sem þarf að komast ákveðna leið og osmo verkefni. Í hreyfingu er þrautabraut eða gönguferð um nágrenni leikskólans og þá hafa þau týnt rusl sem finnst á leiðinni og líka skeljar og steina sem eru álitlegir til eignar.

Í listakrók hafa skapað ýmis verkefni sem tengjast Djúpavogi eða því sem hefur verið að gerast í samfélaginu en síðasta verkefni var eldgosamynd sem þau máluðu með vatnslitum, síðan var hellt yfir töfraefni sem varð til þess að myndin fór að gósa. Mikil upplifun og spenningur sem varð við það. Í Lubbastarfi hafa þau verið að læra málhljóðin og stafina með hundinum Lubba. Þá læra þau líka helling um Ísland og nöfn ýmissa staða á Íslandi.


Fréttamynd - Síðasta hópastarf vetrarins

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn